fimmtudagur, 12. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimamenn búa sig undir síldardauða

26. nóvember 2013 kl. 21:22

Aðeins hefur tekist að veiða 70 tonn af síld innar brúar. Heimilt er að veiða 1300 tonn.

Enginn bátur var við veiðar í Kolgrafafirði í dag vegna veðurs. Búist er við áframhaldandi hvassviðri á morgun en veður á að ganga niður annað kvöld. Rúv greinir frá.

Ekki hefur tekist að koma fyrir tækjum til að reyna að fæla síldartorfuna út úr firðinum.

Sigurborg Kr. Hannesdóttir forseti bæjarstjórnar í Grundarfirði segir að sögn Rúv að  heimamenn búi sig undir síldardauða. Fulltrúar stjórnvalda og heimamanna funda á morgun vegna málsins.

Aðeins hafa veiðst 70 tonn frá því veiðar hófust innan brúar. Heimilt er að veiða 1300 tonn samkvæmt reglugerð sjávarútvegsráðherra.