þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimilt að flytja 30% af humri milli ára

26. ágúst 2015 kl. 10:28

Humar

Aðeins búið er að veiða um 73% af aflamarki humars

Humarveiðar hafa gengið treglega á fiskveiðiárinu. Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru eftir af kvótaárinu er búið að veiða 387 tonn eða um 73% af aflamarki.

Sjávarútvegsráðuneytið hefur brugðist við þessu með því að heimila að flytja allt að 30% af aflamarki í humri frá fiskveiðiárinu 2014/2015 yfir á fiskveiðiárið 2015/2016.