sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Á heimleið með góðan makrílfarm

29. júní 2021 kl. 11:40

Mynd/Þorgeir Baldursson

Hoffell SU væntanlegt til heimahafnar með makríl sem veiddist í síldarsmugunni.

Hoffell SU, skip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, er á landleið með samtals 750 tonn af stórum makríl. Búast má því að það verði landað seint í kvöld eða um miðnætti. Veiðin var í síldarsmugunni en á síðasta ári var fyrsta löndunin hjá Hofelli 8. júlí svo núna er skipið að landa góðri viku fyrr.

Frá þessu segir á vef Loðnuvinnslunnar.

Góður gangur hefur verið hjá Hoffellinu að undanförnu eins og kemur fram í umfjöllun Fiskifrétta á dögunum.