þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heldur slakari humarveiði en í fyrra

14. október 2010 kl. 11:54

Humarvertíðin hefur gengið vel á heildina litið en þó eru aflabrögðin ekki eins góð og í fyrra að því er fram kemur í spjalli við Alexander Hallgrímsson, skipstjóra á Fróða ÁR II, í nýjustu Fiskifréttum.

,,Við þurfum að hafa meira fyrir því að ná í það sem við megum veiða hverju sinni. Í fyrra og hittifyrra vorum við stundum búnir að ná skammtinum nokkru fyrir áætlaðan löndunardag. Veiðin datt niður eftir sjómannadaginn í sumar, þegar dagurinn er sem lengstur, eins og hefðbundið er. Í fyrra og hittifyrra komu ekki þessar eyður í veiðina og segja má að það hafi verið óvenjulegt,“ sagði Alexander.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.