mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Herpes drepur helming af ostrum í Frakklandi

28. júlí 2011 kl. 13:48

Ostrur.

Framleiðsla á ostrum í eldisstöðvum dregst saman um 30%

Skæður vírus hefur drepið helminginn af ostrum í eldisstöðvum í Frakklandi á þessu ári. Ostruframleiðslan hefur dregist saman um 30% af völdum hans, að því er fram kemur í frétt á fishupdate.com.

Vírusinn, OsVH-1, er afbrygði af illvígum herpes sem hefur ráðist á skelfisk í eldisstöðvum í Frakklandi undanfarin þrjú ár. Hann hefur valdið dauða frá 27% og upp í 90% af skeljum í eldi. Vírusinn herjar bæði á ostrur í Miðjarðarhafi og Atlantshafi. Sjávarhiti skiptir máli því þegar hann fer yfir 16 gráður á Celsius fara skeljarnar að drepast.

Franski sjávarútvegsráherrann segir að landið muni geta birgt sig upp að nýju með ostrum úr Kyrrahafi innan fjögurra ára. Hann segir að með kynbótum megi gera ostrur úr Kyrrahafi ónæmar fyrir vírusnum.