mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hið opinbera fær stærri hlut en launamaðurinn

4. júní 2015 kl. 17:16

Höfnin í Vestmanneyjum. (Mynd: HAG)

Fær að jafnaði 700 þús. kr. á mánuði af verðmætasköpun hvers starfsmanns VSV.

„Hið opinbera“ (ríki og sveitarfélag) tekur til sín 41,5% af verðmætasköpun Vinnslustöðvarinnar  (VSV) umfram almennan rekstrarkostnað og fjármagnskostnað. Hlutur launafólks fyrirtækisins er 35,5%, hluthafanna 15% og lífeyrissjóða 8%. 

Sagt á annan hátt:  Ríki/sveitarfélag fá að jafnaði samtals í sinn hlut sem svarar til nær 700 þúsund króna á mánuði af verðmætasköpun hvers einasta starfsmanns VSV.

Svo segir í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar. Þar segir ennfremur. „Í þjóðfélagsumræðunni er því oft staðfastlega haldið fram að sjávarútvegur landsmanna skili litlu til samfélagsins og sé jafnvel fremur þiggjandi en veitandi í þeim efnum! Skattasporið sýnir glöggt hve fráleit slík umræða er og víðs fjarri veruleikanum.“

Sjá nánar á vef Vinnslustöðvarinnar.