laugardagur, 6. mars 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hjuggu skarð í markaðshlutdeild Noregs

26. febrúar 2011 kl. 10:00

Síldarfrysting um borð í Guðmundi VE

Síldarútflutningur Íslendinga til Rússlands nær þrefaldast

Íslendingar hjuggu skarð í markaðshlutdeild Norðmanna fyrir frystar síldarafurðir í Rússalandi á síðasta ári, að því er fram kemur á vefnum kystmagasinet.no.

Á árinu 2010 nær þrefaldaði Ísland útflutnings sinn á síld til Rússlands frá árinu áður. Árið 2009 fluttu Íslendingar út um 4.700 tonn af frystri síld til Rússlands en þessi útflutningur fór í 13.100 tonn árið 2010.

Á meðan Íslendingar juku síldarútflutning sinn kröftuglega til Rússlands dróst útflutningur Noregs saman. Árið 2009 fluttu Norðmenn út um 153.300 tonn af heilfrystri síld til Rússlands en 47.500 tonn af flökum. Í fyrra var þess útflutningur kominn niður í 121.800 tonn af heilfrystu og 44.800 tonn af flökum.