sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hækkun veiðigjalds í stað fyrningarleiðar

11. júní 2009 kl. 11:33

leið til sátta, segir framkvæmdastjóri LS

,,Ég hvet hér með til sátta þannig að í stað fyrningarleiðar komi hækkun á veiðigjaldi sem taki, eins og eðlilegt getur talist, mið af afkomu atvinnugreinarinnar,” sagði Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda á ráðstefnu í Vestmannaeyjum í síðustu viku.

,,Ég sakna þess í umræðum síðast liðinna mánuði að veiðigjaldið hafi ekki verið fært í umræðuna. Sjávarútvegurinn er eina atvinnugreinin sem greiðir þjóðinni fyrir afnot af náttúruauðlindum hennar. Það er því með öllu óskiljanlegt að aftur sé vegið af sjávarútveginum án þess að gjald fyrir afnot af auðlind í þjóðareign sé tekið upp í fleiri atvinnugreinum sem tekjur hafa af nýtingu hennar.

Við skoðun á slíkum þáttum gæti það leitt til hærra veiðigjalds, en ég tel að sjávarútvegurinn mundi viðurkenna slíkt þegar atvinnugreinin mundi sjá að allir sætu við sama borð,” sagði Örn.

Ræðu hans í heild má sjá á vef LS, HÉR