þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum hækka mest

25. júlí 2011 kl. 14:00

Norskur saltfiksur í verslun erlendis.

Markaðir að ná sér eftir síðustu fréttir af efnahagshruninu í Grikklandi

Í lok síðustu viku höfðu hlutabréf í kauphöllinni í Ósló hækkað um 0,8% frá deginum áður, að því er fram kemur á vef IntraFish. Þar segir einnig að hlutabréfamarkaðir víða um heim hafi verið farnir að ná sér eftir síðust fréttir af efnahagshruninu í Grikklandi.

Af þeim fyrirtækjum sem skráð eru í kauphöllinni vegnaði sjávarútvegsfyrirtækjum best. Hækkun á hlutabréfum þeirra nam að meðaltali 2,9%.

Hlutabréf í Bakkafrost, Lerøy og Austervoll hækkuðu mest, eða meira en 5% hjá hverju fyrirtæki. Bakkafrost hækkaði næstum um 6%. Þess má geta að hlutabréf í Marine Harvest hækkaðu um 3,5%.