þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hlutfall veidds kvóta svipað og í fyrra

16. febrúar 2011 kl. 16:15

Frá netaveiðum á þorski. (Mynd: Einar Ásgeirsson)

Íslensk skip hafa veitt 46% af leyfilegum heildarafla þorsks og 48% af leyfilegum ýsuafla á fiskveiðiárinu.

Íslensk skip veiddu á fyrstu fimm mánuðum fiskveiðiársins, frá 1. september til 31. janúar, liðlega 58.000 tonn af þorski sem er 46% af leyfilegum heildarafla í tegundinni. Þetta er um 2% meiri afli en á sama tíma á síðasta fiskveiðiári þegar heildarþorskaflinn var 61.000 tonn eða 48% af leyfilegum heildarafla.

Ýsuaflinn var á fyrstu fimm mánuðum fiskveiðiársins um 17.000 tonn og hafa íslensk skip því nýtt um 39% af leyfilegum heildarafla. Á sama tíma á síðasta fiskveiðiári var ýsuaflinn nokkuð meiri eða tæp 22.000 tonn og höfðu íslensk skip þá nýtt rúmlega 35% af heildaraflanum.

Á yfirstandandi fiskveiðiári er búið að veiða 1.411 tonn eða um 59% af leyfilegum heildarafla samanborið við 1.920 tonn eða 78,5% á síðasta fiskviðiári.

Sjá nánar á vef Fiskistofu, HÉR