þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hlutur Íslands minnkar verulegaí síld og kolmunna

1. október 2010 kl. 13:36

Samkvæmt nýrri veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) minnkar kvóti Íslendinga í norsk-íslenskri síld um 72.000 tonn milli ára og í kolmunna um 81 þúsund tonn samkvæmt aflareglu sem gildir um nýtingu þessara stofna. Ljóst er að hér er um mikla tekjuskerðingu að ræða.

ICES leggur til að heildarkvóti norsk-íslensku síldarinnar minnki úr tæplega 1.500 þús. tonnum á þessu ári í 988 þús. tonn á því næsta. Hlutur Íslands (14,5%) samkvæmt því minnkar úr 215 þús. tonnum í ár í 143 þús. tonn á næsta ári.

Þá leggur ICES til að heildarkolmunnakvótinn minnki úr 550 þús. tonnum í 40 þús. tonn. Hlutur Íslands er 17,6% sem þýðir að kvóti Íslendinga minnkar úr 88 þús. tonnum í 7 þús. tonn.

Loks leggur ICES til að makrílkvótinn á komandi ári verði 592-646 þús. tonn í stað 527-572 þús. tonna. Áætlaður heildarafli á yfirstandandi ári er um 930 þús. tonn og ekki hefur náðst samkomulag um skiptingu aflamarks næsta árs, sem kunnugt er.

Nánar segir frá þessu á vef Hafrannsóknastofnunar, HÉR