þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hlýir hafstraumar úr norðri hita Barentshafið!

7. september 2012 kl. 10:38

Hlýir hafstraumar úr norðri í Barentshafið. (Mynd af vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar)

Nýjar rannsóknir leiða í ljós mikla hlýnun sjávar í norðanverðu Barentshafi

 

Nýjar rannsóknir sýna að norðvesturhluti Barentshafsins hefur hlýnað verulega síðustu áratugina. Sérstaklega hækkaði sjávarhitinn þar mikið í lok tíunda áratugar síðustu aldar. Þótt ótrúlegt megi virðist eiga hlýir hafstraumar úr norðri hlut að máli.

Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsókna sem fram fóru á vegum norsku hafrannsóknastofnunarinnar og fleiri aðila. Ástæðan fyrir hlýnun sjávar í Barentshafi er meðal annars almenn hækkun sjávarhita í norðanverðu Atlantshafi. Að auki hafa svæðisbundin vindkerfi óbeint styrkt hlýjan hafstraum sem kemur inn í Barentshafið úr norðri.

Hlýi straumurinn er grein af hafstraumi sem kemur frá Atlantshafinu í gegnum Íshafið og fer undir kalt og ferskara efsta lag sjávar í norðanverðu Barentshafi sem nær niður á 100 metra dýpi. Straumurinn kemur inn í Barentshafið austan við Svalbarða, milli Svalbarða og Frans Jósefslands, og færir hlýjan atlantshafssjó langt inni í Barentshafið. Á leið sinni blandast hlýi sjórinn smám saman sjónum í Barentshafi þannig að að kaldara yfirborðslagið hitnar neðan frá.

Sjá nánar http://www.imr.no/nyhetsarkiv/2012/september/barentshavet_varmes_opp_bakveien/nb-no