sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hlýtur að vera Íslandsmet

4. apríl 2012 kl. 08:00

Saxhamar SH er gerður út frá Rifi (Mynd: Alfons Finnsson).

Saxhamar SH mokveiðir í netarallinu

Saxhamar SH sem nú er í netaralli á vegum Hafrannsóknastofnunar landaði í fyrradag 56 tonnum af slægðum fiski úr fjórum trossum. ,,Ég held að þetta hljóti að vera Íslandsmet í afla,“ segir Sævar Friðþjófsson útgerðarmaður bátsins í samtali við í páskablaði Fiskifrétta sem kemur út í dag. Aflinn miðað við óslægt er  66-67 tonn. 

,,Það eru tólf net í trossu og notast við fjórar stærðir af möskvum, 6,7,8 g 9 tomma. Í gamla daga notuðum við bara heppilegustu riðlana en því er ekki að heilsa í þessum rannsóknatúrum. Þetta var fjórða löndun bátsins í netarallinu og aflinn hefur ekki farið undir þúsund fiska í trossu frá því að hann byrjaði í rallinu. Ég hef verið í kringum fiskveiðar í rúm 50 ár og man ekki eftir því að áður hafi verið landað svona miklu magni úr fjórum trossum. Ég held að þetta sé alveg einstætt,“ segir Sævar.