föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hlýtur Nýsköpunarverðlaun Sjávarklasans

21. september 2016 kl. 11:16

Einar Þór Lárusson

Einar Þór Lárusson hefur komið að mörgum verkefnum á sviði fullvinnslu og vöruþróun.

Einar Þór Lárusson hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslenska sjávarklasans sem afhent verða við opnun sýningarinnar Sjávarútvegur 2016 í Laugardalshöll þann 28. september næstkomandi. 

Í frétt frá Íslenska sjávarklasanum segir að Einar eigi langa og merka sögu í nýsköpun tengdri íslenskum matvælaiðnaði og sjávarútvegi. Hann stjórnaði niðursuðuframleiðslu í Grindavík um árabil. Á síðustu árum hefur Einar tekið þátt í allmörgum verkefnum fyrir saltfiskiðnaðinn á Íslandi og komið að stóru verkefni á vegum Haustaks á Reykjanesi sem snýst um slógnýtingu og endurnýtingu á fiskisalti.

Einar hefur verið ötull liðsmaður og forystumaður um meiri og betri nýtingu íslenskra auðlinda. Í dag starfar Einar hjá Ísam, ORA, Akraborg og Lýsi. 

Sjá nánar á vef Íslenska sjávarklasans.