þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hoffellið á heimleið með fyrsta kolmunnann

13. febrúar 2019 kl. 10:00

Hoffell SU 80, skip Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði. MYND/JÓ

Skip Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði er lagt af stað með fullfermi af kolmunna áleiðis heim á Fáskrúðsfjörð

Kolmunninn er kominn inn í alþjóðlega hafsvæðið vestur af Írlandi. Hoffellið er á heimleið þaðan með 1600 tonn af kolmunna, fyrsta íslenska skipið á landleið á vertíðinni.

„Hoffell SU 80 hefur verið á kolmunnaveiðum á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Írlandi undanfarna daga,“ segir á vef Loðnuvinslunnar. „Skipið er nú lagt af stað með fullfermi áleiðis heim á Fáskrúðsðfjörð. Þetta verður væntanlega fyrsta kolmunnalöndun ársins meðal íslenskra skipa. Siglingin er löng, 680 mílur og skipið því ekki væntanlegt fyrr en á föstudag.“