mánudagur, 17. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Horfur á góðri nýliðun í humri

20. maí 2010 kl. 15:00

Gera má ráð fyrir góðri nýliðun í humarstofninum á næstu árum samkvæmt fyrstu vísbendingum úr humarleiðangri en stofnstærðarmat liggur ekki enn fyrir, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Árlegum humarleiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar á Dröfn RE lauk um síðustu helgi. Hann hófst 3. maí og tekin voru 54 hol dreift á humarveiðisvæðinu frá Jökuldjúpi, suður og austur um að Lónsdjúpi. Hrafnkell Eiríksson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri, sagði í samtali við Fiskifréttir að aflabrögð hefðu verið mjög misjöfn og skýrðist það að verulegu leyti af því að plöntusvif var lítið í sjónum nema síðustu dagana. Ávallt er minni humarveiði þegar sjórinn er tær.

Hrafnkell gat þess að yngstu árgangarnir virtust jafnbetri en þeir hefðu verið nokkur undanfarin ár. Horfur til lengri tíma væru því ekki slæmar hvað þetta varðaði.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.