fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hornfirskir útvegsmenn gagnrýna ólympískar makrílveiðar

13. október 2009 kl. 14:03

Aðalfundur Útvegsmannafélags Hornafjarðar gagnrýnir harðlega þá ákvörðun stjórnvalda að viðhafa ólympískar veiðar á makríl fyrri part sumars. Með því hafi miklum verðmætum verið kastað á glæ, bæði í makríl og norsk-íslensku síld, enda allt kapp lagt á að veiða sem mest á sem skemmstum tíma.

Félagið leggur áherslu á að litið sé á makrílveiðarnar sem hluta af veiðum á norsk-íslensku síldinni, veiðarnar verði ekki stundaðar á aðskilinn hátt.

Þá gagnrýnir Útvegsmannafélagið stjórnvöld harðlega fyrir að heimila ekki mun meiri veiðar á makríl en rúm 100 þúsund tonn. Það hefði styrkt samningsstöðu okkar gagnvart öðrum strandveiðiríkjum verulega, að mati félagsins.  

Hornfirskir útvegsmenn samþykkti fleiri ályktanir, m.a. var skorað var á stjórnvöld að á ákveða þegar í stað upphafskvóta í loðnu fyrir komandi vertíð, að auka aflamark í þorski og að falla frá hugmyndum um fyrningu aflaheimilda.