þriðjudagur, 28. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hörpudiskstofninn enn í mikilli lægð

18. desember 2013 kl. 15:18

Úr hörpudiskleiðangri Hafrannsóknastofnunar.

Greina má nokkuð góða nýliðun af eins árs skel.

Árleg stofnmæling Hafrannsóknastofnunar á hörpudiski í Breiðafirði fór fram um borð í Dröfn RE dagana 14.-17. október sl. Megin niðurstaða rannsóknanna sýnir að vísitala veiðistofns hörpudisks í norðurhluta útbreiðslusvæðisins mælist áfram lág, en greina mátti nokkuð góða nýliðun af eins árs skel.

Út frá niðurstöðum stofnmælinga á árunum 2006-2011 var heildarstofninn í Breiðafirði metinn um 11-14% af meðaltali áranna 1993-2000. Þessi staða stofnsins mun ekki breytast fyrr en áhrif nýliðunar fer að gæta til muna, en góðrar nýliðunar fer ekki að gæta í veiðistofni fyrr en um 5 árum eftir að hennar verður vart. Á árunum 1993-2000 var stofninn talinn í nokkurri jafnstöðu og námu veiðar 8-9 þús. tonnum á ári.

Leiðangursstjóri var Jónas Páll Jónasson og skipstjóri Gunnar Jóhannsson.

Sjá nánar á vef Hafrannsóknastofnunar.