þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hörpudiskur áfram í lægð

1. nóvember 2012 kl. 12:52

Hörpudiskur. (Mynd: GÁ)

Í nýlegum leiðangri Hafrannsóknastofnunar varð aðeins vart við smáskel frá árunum 2010-11 á tveimur svæðum og var það heldur meira magn en undanfarin ár

Hörpudiskstofninn í Breiðafirði er áfram í lægð samkvæmt árlegri stofnmælingu Hafrannsóknastofnunarinnar sem gerð var á Dröfn RE dagana 9.-11. október síðastliðinn. Vísitala hörpudisks á suðurhluta útbreiðslusvæðisins mældist áfram lág, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Í stofnmælingum á árunum 2006-2011 var heildarstofninn í Breiðafirði metinn um 11-14% af meðaltali áranna 1993-2000. Þessi staða stofnsins mun ekki breytast fyrr en nýliðunar fer að gæta til muna. Á árunum 1993-2000 var stofninn hins vegar talinn í nokkurri jafnstöðu og námu veiðar 8-9 þúsund tonnum á ári. Aðeins varð vart við smáskel í leiðangrinum frá árunum 2010-11 á tveimur svæðum og var það heldur meira magn en undanfarin ár. Stærð þessa árgangs mun koma betur í ljós á komandi árum.

 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum og á vef Hafrannsóknastofnunar, www.hafro.is