þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hörpudiskveiðar Færeyinga MSC-vottaðar

21. október 2013 kl. 12:06

Drottningardiskur (queen scallop).

Veiðin nemur tæpum 5.000 tonnum á ári.

Færeyingar hafa fengið MSC-vottun á veiðar sínar á hörpudiski. Eitt skip stundar þessar veiðar með plógum og nam afli þess tæpum 4.700 tonnum árið 2011 og tæpum 4.900 tonnum árið áður. 

Tegund skeljarinnar er queen scallop (ísl. Drottningardiskur). 

Skelin sjálf er seld til Hollands í kalsíumframleiðslu en vöðvinn og aukaafurðir fara til Frakklands.