þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hráefnisnýting langbest á Íslandi

29. nóvember 2012 kl. 08:00

Nær allir þorskhausar sem koma að landi hérlendis eru þurrkaðir og vaxandi hluti af þorskhausum af frystitogurum.

Íslendingar standa nágrönnum sínum mun framar í nýtingu þorsksins.

Nýting þorsks í ríkjunum við Norður-Atlantshaf er áberandi best á Íslandi eða 76% á meðan hún er 50% í Færeyjum, 45% í Kanada og 43% á Grænlandi. 

Þetta kom fram í erindi  Hauks Más Gestssonar hagfræðings, sem starfar innan Sjávarklasans, á Sjávarútvegsráðstefnunni í Reykjavík á dögunum. 

Helsta skýringin á þessu er mun meiri nýting aukaafurða úr þorskinum hérlendis. 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.