mánudagur, 17. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrefnuvertíðin við Noreg fer rólega af stað

22. maí 2010 kl. 14:11

Hrefnuveiðar við Noreg hófust fyrir nokkru en fá dýr hafa verið skotin enn sem komið er. Borist hafa fregnir af góðri veiði við Svalbarða. Þar hefur aðeins einn bátur haldið sig fram að þessu en fleiri eru á leiðinni þangað.

Sjö til átta bátar hafa verið að veiðum við strendur Noregs en lítið fengið ennþá. Þá eru tveir bátar í Norðursjó.

Norski hrefnukvótinn í ár er 1.266 dýr og má veiða þau í lögsögum Noregs, Svalbarða og Jan Mayen, svo og í Norðursjó.

Mikið vantar upp á að hrefnukvótinn hafi verið veiddur til fulls á undanförnu árum en veiðin takmarkast af eftirspurn eftir kjötinu  innanlands.