laugardagur, 29. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hreinlegra væri að ríkisvæða sjávarútvegsfyrirtækin

16. apríl 2009 kl. 12:45

segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis hf.

Fyrning aflaheimilda sem stjórnarflokkarnir hafa á stefnuskrám sínum sætir mikilli gagnrýni útvegsmanna. Pétur H. Pálsson framkvæmdastjóri Vísis hf. segir í samtali í nýjustu Fiskifréttum að miklu hreinlegra væri að ríkið hirti 5% af hlutafé eigendanna á ári í stað þess að fyrna aflaheimildirnar.                

,,Ég átta mig ekki alveg á því hvað vakir fyrir stjórnarflokkunum með þeirri stefnu sinni að fyrna aflaheimildir um 5% árlega. Er tilgangurinn sá að fá nýja menn inn á völlinn eða er hann sá að skattleggja greinina meira? Ef markmiðið er hins vegar að auka atvinnuöryggi í greininni væri miklu hreinlegra að hirða 5% af hlutafé eigendanna á ári í stað þess að eyðileggja félögin sjálf,” segir Pétur.

Sjá viðtalið í heild í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.