sunnudagur, 15. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrognavinnsla að hefjast

2. mars 2017 kl. 10:03

Mikio Fusada, eftirlitsmaður kaupenda, vegur og metur hrognin sem verið er að vinna hjá Loðnuvinnslunni. Mynd Óðinn Magnason

Reiknað er með því að hrognin nái fullum þroska þegar líður á vikuna

Vinnsla loðnuhrogna hófst í vikunni hjá flestum vinnslustöðvum. Um er að ræða iðnaðarhrogn fyrst í stað en reiknað er með því að hrognin nái fullum þroska þegar líður á vikuna, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Hjá Ísfélaginu var tekinn hluti af farmi úr Álsey til vinnslu á iðnaðarhrognum í vikunni og í gærmorgun hófst vinnsla hjá Vinnslustöðinni en þar var einnig um iðnaðarhrogn að ræða.

Venus NS kom til Akraness á mánudaginn með 2.000 tonn og hrognavinnsla hófst í framhaldinu.    

Um miðja vikuna var vinnsla á hrognum ekki hafin hjá Síldarvinnslunni. Von var á Beiti NK og Polar Amaroq til Neskaupstaðar aðfararnótt fimmtudags og þá stóð til að athuga hvort loðnan væri hæf til hrognatöku.  

Loðnufrysting hófst hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði á þriðjudaginn. Hoffell SU og færeyska skipið Finnur Fríði komu að landi með sín hvor 1.200 tonnin.  

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.