mánudagur, 24. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hugað að sumargotssíldinni

5. nóvember 2019 kl. 12:52

Beitir siglir til hafnar á Neskaupstað. MYND/Þorgeir Baldursson

Beitir heldur til síldveiða í Jökuldýpinu en menn fara sér að engu óðslega

Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti NK, segir heldur lítið að frétta en hugað verði að íslensku sumargotssíldinni. Síldarvinnslan segir frá því á heimasíðu sinni að Beitir hafi haldið til síldveiða á sunnudagskvöld, en síldarvinnsluskipin hafi heimild til að veiða um 4.000 tonn af íslensku sumargotssíldinni. Beitir sigldi vestur fyrir land og rætt var við Tómas í morgun þegar skipið var statt út af Reykjanesi.

„Það er rólegt yfir þessu og menn fara sér að engu óðslega. Við fréttum af því í gærkvöldi að ágætis lóð væru í Jökuldýpinu og Margrét EA kastaði þá. Aflinn reyndist vera um 140 tonn og nú þarf að skoða síldina meðal annars með tilliti til sýkingarinnar sem hefur verið í þessum síldarstofni undanfarin ár. Við erum á leiðinni í Jökuldýpið og það er blíða eins og er en það spáir víst kalda þegar líður á daginn,“ segir Tómas.