mánudagur, 9. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Huginn VE lengdur um 7,2 metra í Póllandi

16. apríl 2018 kl. 15:57

MYND/ÞORGEIR BALDURSSON

Jón Kjartansson leigður á kolmunna


Huginn VE, uppsjávarskip samnefnds útgerðarfélags í Vestmannaeyjum, fór fyrir rúmri viku síðan til Póllands þar sem hann verður skveraður, honum breytt og hann lengdur um 7,2 metra í skipasmíðastöðinni Alkor í Gdansk.

Áætlað er að verkinu verði lokið um miðjan ágúst að að skipið verði komið aftur til Vestmannaeyja í september.

Auk lengingar verður skipið allt sandblásið. Með lengingunni stækkar lestarrýmið umtalsvert. Huginn VE 55 var smíðaður árið 2001 í Chile. Huginn er vinnsluskip og fjölveiðiskip sem fiskar bæði í nót og flottroll. Skipið veiðir einungis uppsjávarfisk.

Í byrjun vikunnar kom síðan Jón Kjartansson SU, áður Hólmaborg. til Vestmannaeyja. Huginn hefur tekið skipið á leigu frá Eskju hf. á Eskifirði.

Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins, segir það gert til þess að félagið missi ekki af kolmunnaveiðum.

„Við erum að græja Jón Kjartansson núna á kolmunnaveiðar. Við gerum ráð fyrir að nota hann í kannski þrjá túra,“ segir Páll.