sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hugmyndin að gefa út sjóveikispá

Vilmundur Hansen
14. ágúst 2008 kl. 07:50

Nýstárlegar rannsóknir á sjóveiki

Læknadeild Háskóla Íslands, Landspítali Háskólasjúkrahús og Siglingastofnun Íslands standa um þessar mundir fyrir rannsókn á sjóveiki. Spurningalista er dreift til farþega á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi og þeir beðnir um að svara spurningum sem tengjast líðan þeirra meðan á sjóferðinni stendur.

Hannes Petersen, yfirlæknir á háls-, nef- og eyrnadeild Landsspítala Háskólasjúkrahúss og dósent við læknadeild Háskóla Íslands, er umsjónarmaður rannsóknarinnar. Hlutverk Siglingastofnunar snýr að umsjón og dreifingu spurningalistanna í samvinnu við áhöfn Herjólfs auk þess sem stofnunin sinnir samhliða athugunum á hreyfingum Herjólfs og safnar upplýsingum um sjólag meðan á rannsókninni stendur.

Spurningalisti lagður fyrir farþega

„Að þessu sinni er verið að kanna sjóveikiupplifun farþega um borð í Herjólfi með því að leggja fyrir þá þrískiptan spurningalista,“ segir Hannes í samtali við Fiskifréttir. 

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Fiskifréttum sem fylgja með Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér.