

Edwin Roald Rögnvaldsson
Humar
Humarvertíðin hjá Rammanum í Þorlákshöfn er í fullum gangi. Hún hófst í byrjun apríl og hefur veiði verið góð alveg frá byrjun, að því er fram kemur á vef fyrirtækisins.
Veiðarnar hófust í djúpunum fyrir Suðausturlandi en nú hafa skipin fært sig vestur eftir og eru við veiðar á Eldeyjarsvæðinu. Vinnsla og sala humarafurða hefur gengið vel og sér í lagi sala á heilum humri sem er meginafurð vinnslunnar. Tæp 90% humarafurða fyrirtækisins eru heill humar sem að stærstum hluta er seldur til Spánar.