föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Humrinum ekið norðurleiðina frá Þorlákshöfn til Hornafjarðar

11. júlí 2011 kl. 10:00

Humar

Flytja bátana heim ef vegur verður lokaður lengi

Hlaupið í Múlakvísl hefur víðar áhrif en á ferðaþjónustu á suðausturhorninu. Þórir SF, Skinney SF og Þinganes SF hafa verið á humarveiðum við Eldey til skiptis og landað í Þorlákshöfn en aflanum hefur verið ekið á Höfn til vinnslu.

Ásgeir Gunnarsson, útgerðarstjóri, hjá Skinney Þinganes segir í samtali við Fiskifréttir að enn sem komið er séu þeir að meta stöðuna. ,,Við höfum sent eina löndun norðurleiðina en ef suðurleiðin verður lokuð í tvær eða þrjár vikur eins og talað er um tökum við bátana bara heim um miðja vikuna og setjum þá á heimamið. Bátarnir eiga eftir að veiða milli 40 og 50 tonn af humri þannig að ég geri ráð fyrir að þeir verði á veiðum út fiskveiðiárið.“