föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvað verður upphafskvóti loðnu 2014 stór?

18. október 2013 kl. 09:32

Loðna

Hefja Norðmenn veiðar á sumarloðnu á næsta ári?

Í haustleiðangri Hafrannsóknastofnunar mældust um 60 milljarðar af ársgamalli ókynþroska loðnu sem er nokkuð hærra en mælst hefur að meðaltali frá árinu 2002, en töluvert minna en mældist að meðaltali árin 1991 til 2001 þegar loðnustofninn var stór. Líklegt er talið að þessi mæling dugi til að gefinn verði út upphafskvóti í loðnu fyrir vertíðina 2014/2015.

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) mun gera tillögu um upphafsaflamark vorið 2014 fyrir vertíðina 2014/2015, byggt á þessari mælingu á ungloðnu ásamt viðbótargögnum sem fást úr mælingu í janúar-febrúar og frá vertíðinni 2013/2014.

Sem kunnugt er hafa mælingar á ungloðnu ekki tekist mörg undanfarin ár ef frá er talið haustið 2010. Þá mældust um 90 milljarðar einstaklinga af ungloðnu sem gáfu um 82 þúsund tonna upphafskvóta til erlendra skipa á vertíðinni 2011/2012 og 181 þúsund tonn til íslenskra skipa, samtals 263 tonn. Úthlutaður kvóti að sumri er tveir þriðju af ráðlögðu upphafsaflamarki. Norðmenn nýttu sínar heimildir til veiða á sumarloðnu en íslensk skip máttu ekki hefja veiðar fyrr en 1. október. Eftir mælingar í janúar var bætt við kvótann og endaði hann í 765 þúsund tonnum fyrir vertíðina 2011/2012.

Hér áður fyrr var ekki óalgengt að 100 milljarðar af ungloðnu gæfu um milljóna tonna loðnuvertíð. Síðast þegar ungloðnumælingar tókust gáfu 90 milljarðar af ungloðnu 765 þúsund tonna vertíð eins og fram er komið. Þá er spurning við hverju má búast nú. Hvað verður upphafskvótinn sumarið 2014 stór og er ekki líklegt að Norðmenn hefji sumarveiðar á loðnu á ný?

Sjá nánar umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum