mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ISI undirbýr skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands

13. desember 2018 kl. 08:00

Skráningu ætlað að breikka eigendahóp félagsins.

Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að félagið hefji undirbúning að skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands árið 2019.

Félagið hefur verið skráð á First North markað síðan 25 maí árið 2016 en markmiðið með skráningu félagsins á þeim tíma var að breikka eigendahópinn og stuðla að aukinni sókn félagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir ennfremur:

„Það er rökrétt skref fyrir félagið sem stækkað hefur mikið síðustu árin að hefja undirbúning á skráningu félagsins á aðalmarkað. Með því fjölgar í hópi hluthafa og á sama tíma styður það við áframhaldandi vöxt félagsins. sagði Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood International.

Í gær var einnig gefin út uppfærð afkomuspá félagsins fyrir 2018 en afkoman er betri en fyrri spá gerði ráð fyrir.

Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta 2018 er áætlaður €6.8m - €7.3m samanborið við €6.1m - €6.6m í fyrri spá.

Hagnaður af reglulegri starfsemi á heilsársgrunni fyrir skatta 2018 er áætlaður €10.4m - €10.9m samanborið við €9.6m - €10.6m í fyrri spá.