mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Icelandic Group kaupir fyrstu vélina

6. maí 2014 kl. 13:06

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel og Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group handsala söluna á sjávarútvegssýningunni í Brussel.

FleXicut vatnsskurðarvélin frá Marel sett upp í vinnslustöð Ný-Fisks í Sandgerði

Icelandic Group hefur fest kaup á fyrstu FleXicut vélinni, en hún er nýjasta lausn Marel í fiskiðnaði sem valda mun straumhvörfum í hvítfiskvinnslu, að því er segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. FleXicut notar háþróaða röntgentækni til að greina beingarð í hvítfiski og sker hann svo burt með vatnsskurði af mikilli nákvæmni. FleXicut var kynnt á Sjávarútvegssýningunni í Brussel sem nú stendur yfir.

Vélin verður sett upp í vinnslustöð Ný-Fisks í Sandgerði. FleXicut gerir Ný-Fiski kleift að framleiða beinlausan hvítfisk í vélvæddu vinnsluferli auk þes sem gæði og nýting mun aukast. Þá mun notkun FleXicut einnig opna fyrir möguleika á nýjum afurðum sem gerir Ný-fiski kleift að breikka vöruframboð sitt. 

Sjá nánar um vélina á vef Marel, HÉR.