sunnudagur, 17. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ICES leggur til auknar veiðar í Barentshafi

Gudjon Gudmundsson
23. júní 2020 kl. 08:00

Ísaður þorskur. Mynd af vef Matís.

Leggur til veiðar á 886.000 tonnum af þorski á næsta ári

 

Alþjóðhafrannsóknaráðið, ICES, hefur ráðlagt að heimilt verði að veiða alls 885.600 tonn af þorski úr Barentshafinu á árinu 2021. Þetta er nærri þriðjungsaukning miðað við ráðgjöf stofnunarinnar fyrir árið 2020 sem hljóðaði upp á tæp 690.000 tonn.

Ráðgjöf ICES felur í sér 20% hærri heimildir en Norðmenn og Rússar settu sér sjálfir í október 2019 sem hljóðuðu upp á 738.000 tonn. Ráðgjöf ICES er að heildarkvóti í ýsu verði hækkaður um 8% fyrir árið 2021, fari úr 215.000 tonnum á yfirstandandi ári í 232.500 tonn.

ICES leggur til auknar ufsaveiðar frá því sem er á þessu ári. Þær fari úr 172.000 tonnum í 198.000 tonn á næsta ári.