þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ICES leggur til heldur minni makrílkvóta

28. september 2012 kl. 12:09

Makríll

Hrygningarstofninn talinn hafa minnkað úr 3 milljónum tonna í 2,7 milljónir.

Ráðgjafarnefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) leggur til að aflamark makríls í NA-Atlantshafi verði 497-542 þúsund tonn á næsta ári. Til samanburðar má nefna að ráðlagt aflamark var 586-639 þúsund tonn. Áætlaður heildarafli makríls á síðasta ári var hins vegar 930.000 tonn, þar af afli Íslendinga um 150.000 tonn.

Stærð hrygningarstofns makríls var metinn um 2,2 milljónir tonna á árunum 1980-2001, en minnkaði síðan í um um 1,7 milljónir tonna á árunum 2002-2004. Frá 2004 fór stofninn vaxandi og var um 3 milljónir tonna á árunum 2009-2011. Hrygningarstofninn er nú metinn vera um 2,7 milljónir tonna árið 2012. 

Sjá nánar á vef Hafrannsóknastofnunar.