laugardagur, 16. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Indland: Breyta hrísgrjónaökrum í fiskeldistjarnir

14. febrúar 2010 kl. 11:00

Indland er annar stærsti fiskframleiðandi í heimi og nú boða Indverjar “bláa byltingu” sem felst í því að vísindamenn vinna hörðum höndum að því að breyta óbyggðum og gömlum hrísgrjónaökrum í tjarnir til að efla fiskeldi í landinu.

Margir smábændur sem búa í jaðarbyggðum í Punjab nyrst á Indlandi hafa snúið sér að fiskeldi. Stjórnvöld stefna að því að taka um 10 þúsund hektara lands undir fiskeldið. Ætlunin er að framleiða um 6 tonn af fiski á hektara. Stofnaður hefur verið sérstakur skóli til að kenna bændum hvernig eigi að bera sig að við hina nýju atvinnugrein.

Fiskur frá Indlandi er fluttur út til um 100 landa og á árinu 2009 nam útflutningsverðmæti sjávarafurða sem svarar til um 250 milljörðum íslenskra króna.