laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Innflutningur Alibaba á sjávarafurðum eykst um 70%

25. maí 2016 kl. 11:23

Alibaba í Hong Kong.

Margir Kínverjar treysta ekki innlendum framleiðendum

Alibaba tilkynnti í vikunni að innflutningur þess á sjávarafurðum til Kína hefði á síðasta ári aukist um 70%.

Alibaba er stærsta internetsala heims bæði í ljósi veltu og fjölda viðskipta á hverju ári. Fyrirtækið segir að aukninguna megi rekja til aukinnar eftirspurnar frá neytendum á miðjum aldri.

Sérfræðingum sem hafa fylgst með Alibaba kemur þetta ekki á óvart. Fyrirtækið hefur markvisst leitað uppi sjávarafurðabirgja erlendis og bjóða þeir nú vörur sínar á mörgum, mismunandi söluvefjum Alibaba, eins og Tmall, Taobao og Tmall International.

 

Fjölmargir aðrir minni keppinautar Alibaba, eins og JD.com, Gfresh, Suning, Caichongwang, Womai og fleiri, hafa selt innfluttar sjávarafurðir á netinu til kínverskra neytenda sem margir hverjir draga í efa heiðarleika og öryggi matvæla innlendra framleiðenda.