sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Innganga Íslands í ESB hefði áhrif á norskan sjávarútveg

18. nóvember 2008 kl. 12:24

Ef Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu (ESB) kallar það á nýja umræðu um samband Noregs við ESB og afleiðingarnar sem innganga Íslands hefði á norskan sjávarútveg.

Við verðum að gera ráð fyrir að það hafi sín áhrif, segir Reidar Nilsen stjórnandi Norges Fiskarlag, heildarsamtaka sjávarútvegsins í Noregi, í samtali við norska dagblaðið Norlys. 

Nilsen segir að möguleg umsókn Íslands um ESB-aðild verði til umræðu á landsstjórnarfundi Norges Fiskarlag í dag.

„Við höfum undirbúið nokkra möguleika sem upp gætu komið, þannig að við erum ekki alveg óviðbúnir,” segir Nilsen.