þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Innrásin frá Víetnam

15. október 2010 kl. 12:27

Víetnamski eldisfiskurinn pangasíus hefur flætt yfir Evrópu undanfarin ár og veitt villtum hvítfiski úr sjó ákveðna samkeppni á markaðnum enda er hann allt að helmingi ódýrari valkostur. Friðleifur Friðleifsson sölustjóri frystra afurða hjá Iceland Seafood telur þennan eldisfisk þó ekki beina ógnun við helstu tegundir Íslendinga, þorsk og ýsu.

Víetnamar eru langstærstu framleiðendur pangasíusins og nemur eldi þeirra vel á aðra milljón tonna á ári. Einstök fyrirtæki framleiða allt upp í 150-200 þúsund tonn af þessum fiski árlega.

Sjá nánari uppfjöllun í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.