laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísbjarnakvótinn 140 dýr

5. janúar 2016 kl. 11:46

Ísbjörn

Grænlensk stjórnvöld gefa út veiðileyfi á hvítabirni.

Grænlensk stjórnvöld hafa gefið út veiðikvóta á bjarndýr við Grænland á árinu 2016. Á vef stjórnvalda kemur fram leyft er að veiða 140 hvítabirni. 

Kvótinn skiptist þannig að leyft er að veiða 67 dýr í byggðarlögum við Baffinsflóa, sex ísbirni á svæðinu þar norður af (Kane Basin), þrjá ísbirni má fella við Davíðssund og 64 dýr við Austur- og Suður-Grænland. 

Frá þessu er skýrt á vef grænlensku landsstjórnarinnar.