laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísfell kaupir netaverkstæði í Ólafsfirði

19. desember 2013 kl. 18:29

Frá vinstri: Kristján Hauksson, framkvæmdastjóri Kristbjargar; Björn Kjartansson, Pétur Björnsson, stjórnarformaður Ísfells, og Þorbjörn Sigurðsson. Kristján, Björn og Þorbjörn eru fyrrverandi eigendur Kristbjargar.

Hefur eignast allt hlutafé í Kristbjörgu ehf.

Ísfell hf. hefur eignast allt hlutafé netaverkstæðisins Kristbjargar ehf. í Ólafsfirði og tekur við rekstri þess núna um áramótin. Starfsmannahald Kristbjargar breytist ekki og starfsemi fyrirtækisins verður áfram með sama sniði en framboð vöru og þjónustu eykst verulega.

Kristbjörg ehf. hóf rekstur 1973 og sinnir netagerð og sölu og viðhaldi veiðarfæra en selur auk þess snjókeðjur fyrir vörubifreiðar í miklum mæli og vinnuvélar. Þá annast starfsmenn Kristbjargar vöruafgreiðslu Samskipa í Ólafsfirði. 

Ísfell hf. hóf starfsemi 1992. Fyrirtækið er eitt hið öflugasta hérlendis á sviði sölu og þjónustu með veiðarfæri, björgunarvörur og ýmsar rekstrarvörur sjávarútvegsins. Hátt í hundrað manns starfa á vegum félagins í tíu starfsstöðvum á Íslandi, Nýfundnalandi og Nova Scotia í Kanada. Samstæða Ísfells veltir um 3,3 milljörðum króna á árinu 2013.