mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísfell semur við Mustad Autoline

1. september 2015 kl. 16:00

Starfsmenn Ísfells þeir Magnús Eyjólfsson sölu- og markaðsstjóri, Sigurður Þorleifsson og Gunnar Skúlason framkvæmdastjóri.

Félagið tekur við dreifingu og sölu á öllum framleiðsluvörum Mustad

Ísfell ehf. hefur undirritað samning við Mustad Autoline AS í Noregi og tekur að sér dreifingu og sölu á öllum þeirra framleiðsluvörum frá og með þriðjudeginum 1.september, að því er fram kemur í frétt frá Ísfelli.  

Beitningarvélar frá Mustad Autoline er þekktar og vel kynnt vörumerki hjá íslenskum línubátaútgerðum. Þar að auki bætist við vöruúrval Ísfells línuvörur sem Mustad Autoline framleiðir, t.d. línuspil, fuglafælur ásamt Mustad krókum og taumum. 

Þessu tengt þá hefur félagið ráðið nýjan starfsmann, Sigurð Óla Þórleifsson, sem hefur starfað hjá Tobis ehf. undanfarin ár þar sem hann sá um sölu á Mustad beitningarvélum og varahlutum. Sigurður verður starfsmaður í línu- og netadeild félagsins í Hafnarfirði ásamt Björgólfi Björnssyni, Gunnari Þorsteinssyni og Einari Sævarssyni. Enn fremur hefur verið undirritaður samstarfssamningur við Ragnar Aðalsteinsson, sem rekur þjónustufyrirtækið Línuspil ehf. sem sérhæfir sig í viðgerðum og uppsetningu á Mustad vélum.  Ragnar mun að auki koma að hönnun á nýjum beitningarkerfum í samstarfi við Mustad Autoline og Ísfell. 

Þessi nýja vörulína frá Mustad Autoline er góð viðbót við vöruframboð Ísfells og færir inn aukinn kraft í allt sem tengist þjónustu við línuútgerð á Íslandi og Grænlandi, segir ennfremur í frétt frá Ísfelli.