föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísland 16. aflahæsta fiskveiðiríki heims

16. september 2009 kl. 16:01

Ísland var í 16. sæti listans yfir aflahæstu fiskveiðiþjóðir heims árið 2006 með heildarafla upp á 1,35 milljónir tonna. Kínverjar bera ægishjálm yfir aðrar fiskveiðiþjóðir hvað aflamagn varðar. Heildarafli þeirra árið 2006 var 17,4 milljónir tonna. Næstir á eftir þeim koma Perúmenn með 7 milljónir tonna.

Alls veiddu 32 ríki heims 500.000 tonn af fiski eða meira árið 2006. Heildarafli ársins var rétt um 92 milljónir tonna. Hlutdeild þessara 32 ríkja í alheimsaflanum var rúmlega 86%.

Af 92 milljóna tonna heildarafla heimsins kom 50,1 milljón tonna úr Kyrrahafinu eða 54,5%. Atlantshafið gaf 19,9 milljónir tonna eða 21,6% heimsaflans. Afli úr innhöfum og vötnum nam 10,1 milljón tonna.

Tíu aflahæstu ríkin árið 2006 voru þessi:

1. Kína 17,4 millj. t

2. Perú 7,0 millj. t

3. Bandaríkin 4,9 millj. t

4. Indónesía 4,8 millj. t

5. Chile 4,5 millj. t

6. Japan4,3 millj. t

7. Indland 3,9 millj. t

8. Rússland3,3 millj. t

9. Taíland2,8 millj. t

10. Noregur2,4 millj. t

Skýrt er frá þessu á vef LÍÚ