þriðjudagur, 21. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísland dvergur meðal hvalveiðiþjóða

5. febrúar 2009 kl. 10:26

Íslendingar eru örþjóð meðal hvalfangara heimsins enda hafa sáralitlar veiðar verið stundaðar hér við land á undanförnum árum.

Veiðar okkar á síðasta ári námu 2% af heildarfjölda veiddra hvala í heiminum. Jafnvel þótt veiðarnar yrðu auknar töluvert stæðum við langt að baki þeim þjóðum sem mest veiða.

Í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag er fjallað um hvalveiðar í heiminum, greint frá veiðiþjóðum, veiðistöðum, fjölda veiddra dýra og fleira.