þriðjudagur, 21. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísland með yfirburðarstöðu á Spáni

29. janúar 2015 kl. 15:00

Íslenskur saltfiskur hefur sterka gæðaímynd á Spáni.

Íslendingar stærstir í sölu á söltuðum fiskafurðum á Spánarmarkaði.

Íslendingar eru með yfirburðarstöðu á spænska markaðinum fyrir saltaðar afurðir. Næstir þeim koma Færeyingar en Norðmenn hafa látið undan síga.  

Þetta kom fram í erindi Magnúsar B. Jónssonar framkvæmdastjóra Iceland Seafood á Spáni á markaðsdegi fyrirtækisins á dögunum. 

Iceland Seafood rekur eigin vinnslu rétt fyrir utan Barcelona með frysti- og kæligeymslum fyrir saltaðar og frystar afurðir. Þar starfa um 90 manns. Veltan var 55 milljónir evra eða jafngildi 8,5 milljarða íslenskra króna. Veltuaukning milli ára nam 17%.

Sjá nánar umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.