þriðjudagur, 10. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísland sendir áheyrnarfulltrúa á makrílfund

23. október 2008 kl. 11:53

Íslenskum stjórnvöldum hefur verið boðið að senda áheyrnarfulltrúa á strandríkjafund um makrílkvóta næsta árs, sem haldinn verður í London í lok þessa mánaðar, að því er fram kemur í Fiskifréttum í dag.

Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingum gefst kostur á að sækja slíkan fund, en Ísland hefur árangurslaust í áratug óskað eftir því að verða viðurkennt sem strandríki í þessum viðræðum og taka þátt í skiptingu makrílkvótans.

„Við höfum þekkst boðið um að senda áheyrnarfulltrúa á fundinn. Það breytir þó að sjálfsögðu ekki því að við lítum á okkur sem fullgilt strandríki og munum ítreka það á fundinum. Við verðum að minnsta kosti á staðnum til þess að ræða málin en að hve miklu leyti hin ríkin hyggjast hafa okkur með í viðræðunum er óljóst á þessari stundu,” sagði Stefán Ásmundssonar skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins í samtali við Fiskifréttir.

Íslendingar hafa veitt yfir 110 þúsund tonn af makríl á þessu ári eða um 20% af áætluðum heildarmakrílafla í NA-Atlantshafi.

Samt sem áður eru hin strandríkin, Noregur, Færeyjar og ESB-ríkin treg til þess að hleypa Íslandi að samningaborðinu um skiptingu heildarkvótans