sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísleifur VE kominn á veiðar á ný

18. júní 2009 kl. 11:11

Ísleifur VE kom inn til Eyja í gærmorgun með fyrsta afla sinn í nokkur ár. Útgerð Hugins VE hefur leigt skipið af Vinnslustöðinni og mun Ísleifur VE bæði fiska sjálfur og taka bræðslufisk og hrat frá Hugin VE. Minni frátafir frá makrílvinnslu verða um borð í Hugin ef hann þarf ekki að fara inn til bræðslulöndunar.

Frá þessu er skýrt á bloggsíðu Þorbjörns Víglundssonar í Vestmannaeyjum. Þar kemur einnig fram að hugmyndir séu uppi um að Ísleifur VE verði á tvílembingsveiðum með Hugin VE og séu skipin með allan útbúnað til þess um borð.

Alls kom Ísleifur VE með um 1.000 tonn af makríl og síld til löndunar í gær og veiddi hann megnið af aflanum sjálfur í eigið troll en auk þess voru 200 tonn af hrati frá Hugin.