laugardagur, 16. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslendingar fá aukinn þorskkvóta í Barentshafi

9. janúar 2009 kl. 09:29

Fiskistofa hefur úthlutað aflaheimildum í Barentshafsþorski til íslenskra skipa á árinu 2009 á grundvelli aflahlutdeildar. Kvótinn hækkar um 24% á milli ára þar sem þorskstofninn á þessum slóðum er í vexti. Í heild mega Íslendingar veiða tæp 6.500 tonn af þorski í norsku og rússnesku lögsögunni í Barentshafi.

Úthlutun í norsku lögsögunni í ár nemur 4.000 tonnum (miðað við slægt) en 2.489 tonnum í þeirri rússnesku. Auk þess hafa íslensku skipin heimild til að veiða meðafla innan ákveðinna marka. Þá hafa íslensk skip leigt viðbótarkvóta í rússnesku lögsögunni.

Sjá nánar á www.fiskistofa.is