sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslendingar merkja þorsk við Austur-Grænland

24. júní 2009 kl. 14:00

Um 3.600 þorskar voru merktir við Austur-Grænland í leiðangri á Bjarna Sæmundssyni í vor og standa vonir til að endurheimtur merkja á næstu mánuðum og árum muni varpa ljósi á göngur þessa fisks á fiskimið við Ísland, að því er fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar.

Síðustu þrjú árin hefur þorskur tekið að hrygna á ný við Austur-Grænland eftir áratuga lægð. Vaxandi þorskgengd við Austur Grænland, á sama tíma og hlýnun sjávar á sér stað á norðurslóðum, kann að vera til marks um að þorskstofninn á þessum slóðum sé að rétta úr kútnum.

Sjá nánar á www.hafro.is