þriðjudagur, 10. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin veitt

3. október 2008 kl. 13:21

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin, sem stofnað var til í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna, voru veitt í fjórða sinn í gærkvöldi.

Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa náð framúrskarandi árangri á ýmsum sviðum sjávarútvegsins, svo sem fiskveiðum, útgerð, fiskvinnslu og framleiðslu tækjabúnaðar

Vinningshafar:

Framúrskarandi íslenskur skipstjóri: Kristbjörn Árnason

Framúrskarandi íslensk útgerð: Bergur-Huginn

Framúrskarandi íslensk fiskvinnsla: Skinney-Þinganes

Framúrskarandi framlag til íslensks sjávarútvegs: Kristján Ragnarsson fyrrum formaður og framkvæmdastjóri LÍÚ

Framúrskarandi íslenskur framleiðandi - veiðar, minni fyrirtæki: Naust Marine

Framúrskarandi íslenskur framleiðandi - veiðar, stærri fyrirtæki: Hampiðjan

Framúrskarandi íslenskur framleiðandi – fiskvinnslutæki/fiskmeðhöndlun, minni fyrirtæki: Valka

Framúrskarandi íslenskur framleiðandi – fiskvinnslutæki/fiskmeðhöndlun, stærri fyrirtæki: 3xTechnology

Framúrskarandi erlendur framleiðandi - veiðar, minni fyrirtæki: Electronic Navigation

Framúrskarandi erlendur framleiðandi - veiðar, stærri fyrirtæki: Furuno

Framúrskarandi erlendur framleiðandi – fiskvinnslutæki/fiskmeðhöndlun, minni fyrirtæki: Exos AB

Framúrskarandi erlendur framleiðandi - fiskvinnslutæki/fiskmeðhöndlun, stærri fyrirtæki: Ishida Europe

Framúrskarandi framleiðandi í heildina séð: Hampiðjan