miðvikudagur, 23. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslenskur makríll á Japansmarkað?

22. janúar 2016 kl. 11:53

Makríll á ís.

Iceland Seafood leggur aukna áherslu á Austur-Asíu í markaðsstarfsemi.

„Á boðstólum á Japansmarkaði er bæði norskur og japanskur makríll. Ég held að það sé líka markaður fyrir íslenskan makríl. Það er bara spurning hvernig fiskurinn er unninn í Japan og markaðssettur og seldur inn á matvöruverslanir. Sóknarfærin liggja aðallega í því að markaðssetja betur íslenskar vörur í Japan og kynna þær betur fyrir neytendum þannig að þeir viti hvaðan þær koma,“ segir Eyþór Eyjólfsson framkvæmdastjóri J. Trading Inc. í Japan í samtali við Fiskifréttir.

Iceland Seafood og J. Trading hafa hafið samstarf um sölu á íslenskum sjávarafurðum á markaði í Austur-Asíu og er stærsta verkefnið að leita að nýjum mörkuðum fyrir makríl eftir að Rússlandsmarkaður lokaðist. Hingað til hefur sáralítið af íslenskum makríl farið til Japans eða annarra Austur-Asíulanda. Japanir borga hæsta verðið fyrir makríl en þeir vilja líka fá hann af mestu gæðum. Íslenski makríllinn er veiddur á sumrin þegar hann gengur á Íslandsmið og því lakara hráefni en makríll veiddur seinna á árinu. 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.